top of page

Traces Slóð

Á þessari sýningu er skyggnst inní svefnherbergið mitt og skoðaðir skúlptúrar sem þar verða reglulega til. Ég skrásetti slóð mína frá því í apríl 2009 þar til í nóvember sama ár á stafrænan hátt. Ósjálfrátt ferli verður að verkefni.

“Fatahrúgan á stólnum mínum hækkar og hækkar. Hún var orðin yfirþyrmilega stór. Einn morgun þegar ég vakna og horfi yfir herbergið sé ég óreiðuna í allt öðru ljósi. Voru þetta litirnir mínir, handbragðið mitt? Pirringurinn sem óreiðan á stólnum veldur mér breytist í vangaveltur um áhugaverðan efnivið í rannsókn.“
 
Spurningar vakna um eilífa hringrás, hluti sem verða til án nokkurrar rökhyggju eða hugsunar, um tilgang eða tilgangsleysi, snyrtimennsku eða slóðaskap, að hafa skopskyn fyrir því óumflýjanlega, deginum í dag.

Skápur með samanbrotnum fötum, umbúið rúm, nátttborð með smádóti og stóll með bókastafla. Myndirnar eru allar teknar á Canon PowerShot S40 og unnar í Photoshop af Rakel, prentaðar á álplötur og lakkaðar hjá Merkingu hf.

05gallery1.jpg
05gallery2.jpg
05gallery3.jpg
05adal7.jpg
05adal6.jpg
05adal2.jpg
05adal4.jpg
05adal3.jpg
05adal5.jpg
bottom of page