top of page
12 adal 6minni.jpg

SurrendeEftirgjöf

22 hvítir ísaumaðir léreftsfánar voru til sýnis eitt sumar í litla sjávarplássinu Rifi á Snæfellsnesi. Fánarnir voru settir upp á gamla girðingastaura sem eru í kring um olíutank við sjóinn. Eins og oft áður fæ ég umhverfið og náttúruna til liðs við mig, hér er það vindurinn sem verður til þess að ljá verkinu líf auk þess að minna á óhverfuleika alls.

 

Við gefum eftir, erum í flæðinu og treystum. Hættum stríði við sjálf okkur, umhverfið og aðra. Eftirgjöf manneskjunnar og samþykki gagnvart lífinu og öllu því sem er, umburðarlyndi, engin græðgi, ekkert stríð, surrender!

 

Sýningin var hluti af samsýningunni Umhverfing sem Akademía skynjunar bauð uppá sumarið 2019

bottom of page