top of page
02adalefst.jpg

Iceland bags more for your money Hringrás vatnsins með manninum

Meistaraverkefni mitt úr Listaháskólanum í Edinborg var rannsókn á hringrás vatnsins og hvernig maðurinn kemur með ýmsum hætti inn í það ferli. Á þessum tíma var Kárahnjúkavirkjun í umræðunni, verið var að byrja að sprengja fyrir stíflunni mitt í allri víðáttunni og verið að leggja göng niður að Lagarfljóti. Þarna fóru undir vatn óhemju mikið land heiðargæsa svo og hreindýra. Til að byrja með horfði ég á framkvæmdirnar með opnum huga en strax fann ég að ég var algerlega á móti þessu öllu og gat ekki séð að virkjunin gæti á nokkurn hátt verið hagkvæmur kostur fyrir Íslendinga.

Auk ritgerðarinnar gerði ég innsetningu sem samanstóð af fimm verkum. Upplýstir glerstrimlar á vegg (uppspretta), stórar ljósmyndir (tap og gróði), steyptur skúlptúr með þykku gleri inní (stífla) og vídeólúppu af Urriðafossi sem var klippt í tvennt og helmingurinn spilaður til baka á meðan videóið var spilað áfram þannig að það myndaðist hringrás fossins (endurgerð náttúrunnar?). Síðan var ég með 4 hálfgagnsæja spegla sem höfðu verið meðhöndlaðir í kísilsjó og fengið þannig á sig hvítt kísilmunstur. Þannig voru þeir misgagnsæjir og í sumum sástu spegilmynd þína (að mynda sér skoðun). Innsetningin var staðsett í gangi sýningarrýmis þar sem fólk átti daglega erindi, einskonar göng.

2spring.jpg
02goose.jpg
02deer.jpg
02adalsilica.jpg
02books.jpg
02videoid.jpg
02dam.jpg
02postcard.jpg
bottom of page