RAKEL STEINARSDÓTTIR

Togetherness Sambandið
Skrásetning samveru tveggja einstaklinga markar göt í krossviðsplöturnar fjórtán. Annað hvort er tíminn á eða af. Klukkustundir, dagar, mánuðir. Tíminn myndar lifandi munstur. Hvítar krossviðsplötur í stærðinni 34 x 42 cm, götuð bók í einni örk samanbrotin, sag í kassa.
Tími minninganna eftir Dr. Hlyn Helgason
Rakel Steinarsdóttir vinnur með tímann í verkum sínum...
...Að lokum sitjum við uppi með myndverk, mynd sem er kerfisbundin og abstrakt skoðun á því sem verkið segist vera að fjalla um: Samband. Verkið sver sig í ætt við samtímalistina, það er áhugaverð skoðun á liðnum tíma; það fjallar á kerfisbundinn hátt um form og ytra byrði sambands, það birtir okkur tíma þar sem samband hefur átt sér stað, þar sem snerting er möguleg í gegnum götin á plötunum; það gefur okkur vísbendingu um að eitthvað hafi liðið, án þess að við vitum hvað þetta eitthvað var. Það eru því að sama skapi ótalmargar spurningar sem verkið vekur. Í kaldri og hrárri birtingu sinni á tíma krefst það þess af áhorfandanum að hann fylli út í eyðurnar, skáldi, búi sér til fabúleraðar myndir af því sem hefur átt sér stað á meðan tíminn hefur liðið. (Öll greinin hér)







