top of page
01adalefst.jpg

Safeway

Innsetning þar sem notuð voru 4 tonn af úrgangsgleri úr ruslagámi Íspan. Því var dreift á gólfið í 80m2 grófu iðnaðarhúsnæði en skildir eftir stígar til að ganga um svæðið. Salurinn var frekar dimmur, glerið var upplýst. Hljóðverk eftir Stafrænan Hákon hljómaði undir og stemningin var dulúðleg.
Ég hafði áhuga á að sjá hver viðbrögð fólks yrðu við svo miklu magni af brotnu gleri þar sem það er oftast tengt skemmdarverkum. Í þessu tilviki tengdi fólk innsetninguna við íslenskt landslag og fannst þetta vera mjög fallegt. Það var eitthvað sem ég átti alls ekki von á en réðst eflaust af framsetningunni.

Inntak verksins er val hvers og eins á leið sinni um lífið

01adal5.jpg
01adal2.jpg
01adal4.jpg
01adal3.jpg
01adal1.jpg
bottom of page