top of page
RAKEL STEINARSDÓTTIR
First/First
Þetta er verkefni sem byrjaði á því að ég fór að kanna hvernig umhverfi First Avenue first Street væri á Manhattan. Ég skaut 7 mínútna bút frá götuhornunum fjórum, sat á gangstéttinni þannig að sjóndeildarhringurinn er nokkuð lágur og helmingur rammans er gatan. Þessi skot setti ég svo saman í eina mynd.
Síðan fékk ég til liðs við mig Hallvarð Ásgeirsson tónlistarmann og hann útbjó hljóðverkið með langspili og fleiru.
Þá fékk ég Snædísi Ingadóttur dansara og danshöfund til að útbúa dansverk sem hún hefur flutt í lifandi performance.
bottom of page